Afnám refsinga vegna ærumeiðinga

Nýr hæstaréttardómur (nr. 312/2015) sem staðfestir túlkun 233. b. gr. um hefndarklám. Ákvæðið nær...

Posted by Aðalheiður Ámundadóttir on December 10, 2015

Nýr hæstaréttardómur (nr. 312/2015) sem staðfestir túlkun 233. b. gr. um hefndarklám. 
Ákvæðið nær ekki yfir birtingu nektarmynda fyrrverandi kærustu opinberlega og í hefndarskyni - þegar um stutt parasamband án sambúðar er að ræða. 
Hæstiréttur staðfestir þessa túlkun héraðsdóms:
                Ekki er að sjá að reynt hafi á ákvæði 233. gr. b. fyrir Hæstarétti. Þá er ekki að sjá að rétturinn hafi fallist á beitingu 3. mgr. 70. gr. í tilvikum þar sem um stutt parasamband án sambúðar er að ræða. Að virtum mótmælum ákærða, framangreindri  dómaframkvæmd og lögskýringagögnum, ungum aldri ákærða og brotaþola, sem og rannsóknargögnum málsins, þykir ákærði verða að njóta vafans um það hvort slík festa hafi verið komin á félagsleg tengsl hans og brotaþola, þrátt fyrir rúmlega eins árs samband, að þau teljist hafa verið „nákomin“ í skilningi 233. gr. b.  Þegar af þeirri ástæðu eru ekki skilyrði til að sakfella ákærða fyrir stórfelldar ærumeiðingar, sbr. 233. gr. b. almennra hegningarlaga.